Tungusilungur er rótgróið fjölskyldufyrirtæki
Við búum yfir áratuga reynslu og þekkingu í ferskvatnseldi og vinnslu afurða. Frá upphafi hefur stefnan verið sú að leggja áherslu á gæði fram yfir magn.
Framleiðslan hefur aukist ár frá ári og alltaf með það að leiðarljósi að ganga ekki of nærri náttúrunni.
Við seljum ferskvöru til ýmissa landa, svo sem Finnlands, Svíþjóðar, Sviss, Kanada og Bandaríkjanna. Auk þess fer mikið af okkar vöru á innanlandsmarkað; reykt og grafin bleikju, birkireyktur regnbogasilungur, regnbogasilungspaté og fleira lostæti.
Stofnandi Tungusilungs
Magnús Kr. Guðmundsson
Tungusilungur var stofnaður árið 2002 af Magnúsi Kr. Guðmundssyni sem hefur áratuga reynslu og þekkingu á fiskeldi.
Framkvæmdastjóri
Freyja Magnúsdóttir
Freyja Magnúsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri frá upphafi
Mannauðurinn
Hjá okkur starfar frábært fólk!
Tungusilungur er íslenskt fjölskyldufyrirtæki með alþjóðlegum blæ. Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á að byggja upp góð samskipti. Því býðst öllu erlendu starfsfólki að fara í íslenskunám á vegum fyrirtækisins og verkalýðsfélagsins.
Tungusilungur leggur áherslu á að ráða ungt fólk í sumarstörf. Með því erum við að sýna samfélagslega ábyrgð og um leið kemur yngra fólkið með ferska strauma inn í fyrirtækið.